Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veiðin hefur verið gríðarlega góð í Norðurá og trónir hún efst á toppi listans yfir laxveiðina það sem af er sumri, eins og sjá má inn á síðunni, www.angling.is Tölurnar þar eru reyndar frá síðasta miðvikudegi en í dag er Norðurá að verða komin í áttahundruð laxa.
Eins og glöggir veiðimenn hafa tekið eftir fór veiðin hægar af stað en í normal ári og má áætla að þar muni um það bil viku eða eða tveim á eftir því sem gerist í venjulegum sumrum.
Því mun fyrrihluti ágústs að líkindum verða gríðarlega spennandi tími í Norðurá vegna þess hversu seint veiðin fór í gang. Þar eru sem stendur nokkrar stangir lausar. Um er að ræða stangir í hollum 5-7 ágúst, 7-9 ágúst, 9-11 ágúst og 11-14 ágúst.
Upplýsingar gefur Einar Sigfússon í síma 893-9111 eða í gengum netfangið einar@nordura.is