Færri komast að en vilja

Skrifað 13/07/2015

Stór laxaganga kom inn í Norðurá í dag, þrátt fyrir að nokkuð sé í stærsta straum og sést það á veiðitölum því veiði dagsins er 120 laxar. Veiðmenn sem voru að veiða í Stekknum sögðu ána vera stíflaða af laxi og sömu sögu sögðu veiðimenn í Laugakvörn. Má segja að hann hafi verið í á í hverju kasti. Vætan virðist einnig hafa frískað laxinn sem fyrir var svo tökur voru gríðarlega góðar. Veiðmenn sem voru að koma í hús horfa því hýreygir til morgundagsins og glímunnar við þann silfraða

Það er ekki bara laxinn sem hefur frískast heldur hafa þessar gríðarlega góðu aflatölur einnig gert það að verkum að þær örfáu stangir sem voru lausar í ágúst, sem er rétt handan við hornið, rjúka nú út. Mjög miklar fyrirspurnir hafa verið í dag svo nú er þannig komið málum að fyrstu kemur, fyrstur fær, framboðið er orðið næsta lítið.

Allar upplýsingar gefur Einar Sigfússon í síma 893-9111 og í gengum netfangið einar@nordura.is

Sales


Please contact Head of Sales Rafn Valur Alfreðsson for any and all information about procuring licences for angling in Norðurá. Either via phone +354 824 6460 or via email at mail to: sala@nordura.is

Norðurá


Norðurá
Tel: +354 859 3959

nordura@nordura.is sales@nordura.is

Riverkeeper Tel: +354 860 0333

Lodge Rjúpnaás Hill Tel: +354 435 0058

Location


Norðurá is in Borgarfjörður, about 110 km from Reykjavík and to the lodge on Rjúpnaás.

Social