Gott gengi og lúsugir laxar

Skrifað 18/07/2014

Síðasta holl sem kvaddi Norðurá gekk vel m.v. aðstæður. Ekki var mikið um vana veiðimenn í hópnum sem skilaði þó 68 löxum, misstu marga og sáu fleiri. Uppi í veiðistaðnum Poka, sem er ofarlega í ánni, veiddist lúxugur, vel haldinn smálax og annar í Skarðshamarsfljótinu. 97 sentimetra hrygna veiddist einnig en var að sjálfsögðu sleppt aftur.

Í dag hefur rignt mikið í Borgarfirðinum, áin er vaxandi og einnig lofthitinn. Ef ekki bætir mikið meira í ætti það ekki að verða til baga, nema vöxtur árinnar verði mikill og vatnið litist. Veiðimenn sem komu í dag, héldu þó glaðbeittir til veiða, hlökkuðu til glímunnar við þann silfraða.

Sales


Please contact Head of Sales Rafn Valur Alfreðsson for any and all information about procuring licences for angling in Norðurá. Either via phone +354 824 6460 or via email at mail to: sala@nordura.is

Norðurá


Norðurá
Tel: +354 859 3959

nordura@nordura.is sales@nordura.is

Riverkeeper Tel: +354 860 0333

Lodge Rjúpnaás Hill Tel: +354 435 0058

Location


Norðurá is in Borgarfjörður, about 110 km from Reykjavík and to the lodge on Rjúpnaás.

Social