Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa laxar sést á hinum fornfræga veiðistað í Norðurá, Bortinu og það meira að segja fyrir nokkrum dögum. Á morgun, 5. júní, munu fyrstu veiðimenn sumarsins reyna við þann silfraða og er því mikil spenna sem liggur í loftinu.
Allir Íslendingar vita að vorið hefur verið gríðarlega kalt og sumum finnst að það sé varla komið enn. Veiðimenn eru því spenntir að vita hvaða áhrif það hefur á göngu laxins. Hvort hann kemur síðar en vant er. Fyrstu stóru laxveiðiárnar eru að fara að opna. Það verður spennandi að heyra hvort sá silfraði sé farinn að sýna sig í einhverju magni.