Enn falla metin

Skrifað 08/07/2015

Morgunhollið í Norðurá landaði fimmtíu löxum, sem er glæsilegt. Áin er nú komin í 630 laxa og mikið að gerast. Laxinn streymir nú fram ána og eftir að vatnið lækkaði er hann farinn að ganga laxastigann í Glanna. Nú í kvöld höfðu ríflega fimm hundruð laxar farið í gengum teljarann ásamt öllum þeim fjölda sem gengið höfðu fossinn sjálfan, á meðan vatnsmagnið var meira í ánni.

Norðurá II opnaði 6. júlí og eiga veiðimenn á því svæði sannarlega von á góðum feng.


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu