Á hádegi 9. júlí voru komnir á land 743 laxar og hefur orðið vart við miklar og sterkar göngur í Norðurá. Þrjú síðustu holl fengu 112, 115 og 119 laxa. Góð veiði það.
Fiskur veiðist milli fossa og talsvert er gengið fram á dal. Fiskur er að veiðast í Poka og sífellt víðar á dalnum. Neðan Laxfoss og niður á Munaðarnessvæðið er mikill lax og góðar göngur að koma inn.
Það verður að segjast að horfur eru góðar og bjartsýni ríkir um gott veiðisumar.