Það er gaman að vera við Norðurá í dag. Vegna þess hversu seint laxinn er á ferðinni er enn að ganga nýr fiskur. Veiðimenn sem voru í Stekknum að veiða í morgun fengu nýrunna laxa með halalús, gríðarlega fallega og velhaldna fiska. Aðrir veiðimenn voru að fá lúxuga laxa á fleiri stöðum í ánni.
Rigning undanfarinna daga hefur gert náttúrunni gott og þar með einnig vatnsbúskapnum. Norðurá hefur ekki farið varhluta af því. Nú er áin að sjatna eftir vöxt síðustu sólarhringa svo reikna má með að það skil sér.