Norðurá búin að sprengja 1000 laxa múrinn

Skrifað 15/07/2015

Nú er Norðurá búin að sprengja eitt þúsund laxa múrinn því nú í dag var heildaraflinn kominn í 1032 laxa. Þar með er áin einnig komin ríflega 100 löxum fram yfir lokatölu sumarsins í 2014 sem var, eins og veiðimenn muna vel, afspyrnu lélegt.

Miðað við venjulegt árferði má þó segja að laxinn sé 1 til 2 vikum síðar á ferð enda vorið kalt og byrjun sumars einnig. Því má gera ráð fyrir því að Norðurá verði í fullu fjöri langt fram í ágúst og það sem af er júlí mánuði, lofar sannarlega góðu.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu