Nú er Norðurá búin að sprengja eitt þúsund laxa múrinn því nú í dag var heildaraflinn kominn í 1032 laxa. Þar með er áin einnig komin ríflega 100 löxum fram yfir lokatölu sumarsins í 2014 sem var, eins og veiðimenn muna vel, afspyrnu lélegt.
Miðað við venjulegt árferði má þó segja að laxinn sé 1 til 2 vikum síðar á ferð enda vorið kalt og byrjun sumars einnig. Því má gera ráð fyrir því að Norðurá verði í fullu fjöri langt fram í ágúst og það sem af er júlí mánuði, lofar sannarlega góðu.