Mikil laxa ganga er í Norðurá og voru 154 laxar komnir á land 17. júní samkvæmt Einari Sigfússyni sem var að taka við nýju holli í Norðurá í Borgarfirði.
Veiði hefur gengið vel og mikið af laxi hefur tekið í Hafþórsstaðahyl, Stekk og Hræsvelg. Á Eyrinni og Skerjunum hefur einnig mikið veiðst. Hann segir smálaxinn farinn að ganga á fullu.
Gestir eru mjög ánægðir með nýju svefnherbergin og aðstöðu í vöðlugeymslu og umhverfis saunu. Góður andi þykir vera í húsinu.
Hefur stofan fengið upplyftingu og hana prýðir nú málverk af veiðimönnum sem Veiðifélag Norðurár fékk að gjöf við opnun nýju álmunnar við veiðihúsið. Málverkið gáfu Sigrún Ása Sturludóttir og Þór Gunnarsson en myndina málaði Ásgeir Bjarnþórsson veiðimaður við Norðurá á árum áður og er verkið gefið til minningar um Sturlu Friðriksson og Sigrúnu Laxdal fyrrum eigendur Laxfoss.
Einnig barst veiðifélaginu málverk eftir Matthías Sigfússon af útsýninu sem blasir við úr stofuglugga veiðihússins. Málverkið gaf Örn Bjarnason til minningar um fóstur afa sinn Árna Pálsson byggingameistara frá Seyðisfirði sem veiddi ána og var hvatamaður að því að veiðihúsið hefði glugga á gafli sem sýndi hið fegursta útsýni á landinu.
Einnig tók Einar Sigfússon við ljósmynd frá 1942 af Laxfossi frá veitingamönnum við opnun árinnar.
Flestir dagar í Norðurá hafa verið seldir en nokkrar stangir eru enn fáanlegar:
24. - 27. júlí 2 stangir
2. - 5. ágúst 1 stöng
5. - 7. ágúst 3 stangir
7. - 9. ágúst 3 stangir
Annað er uppselt.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti til: einar@nordura.is eða í síma: 893 9111.
Ljósm: Sigrún Ása Sturludóttir.