Eftir erfitt og laxlítið sumar, í flestum ef ekki öllum ám norðan- og vestanlands og eitthvert þurrasta sumar í manna minnum þá horfum við nú björtum augum fram á veginn.
Fiskifræðingar höfðu spáð því að sumarið 2019 yrði slakt veiðisumar og væri orsakanna að leita í hrygningunni haustið 2014 sem hafi verið afar slök. Þetta gekk eftir, lítið gekk af laxi og miklir þurrkar bættu ekki ástandið. Nú ber hins vegar svo við að þessir sömu fiskifræðingar spá okkur nú góðu veiðisumri 2020. Spá þessa byggja þeir á rannsóknum sínum og seiðamælingum síðastliðið sumar.
Vorið 2019 var hlýtt og því mikið æti fyrir seiðin í ánni. Niðurgönguseiðin voru í góðu ástandi þegar þau gengu til sjávar í miklu magni. Sjórinn var hlýrri en verið hafði til margra ára og engin spurning að sá þáttur hefur mikið að segja.
Í vetur hefur safnast mikill snjór og ís á Holtavörðuheiði og komi ekkert óvænt upp á þá mun þessi forði halda uppi vatnsbúskapnum í Norðurá fram eftir sumri. Veiðimenn horfa fram á frábært sumar og vonir standa til að veiðin verði nálægt eða yfir meðalveiði undanfarinna ára.
Við eigum eithvað af lausum stöngum á neðantöldum dagsetningum. Gefur Einar Sigfússon (s. 893 9111) allar nánari upplýsingar einar@nordura.is
Nordurá I
Gisting í Veiðihúsinu Rjúpnaási. Í húsinu eru 14 rúmgóð herbergi fyrir tvo með sér snyrtingu. Frábær matur og útsýni glæsilegt yfir ána.
15.06 - 18.06
18.06 - 21.06
24.06 - 27.06
30.06 - 03.07
03.07 - 06.07
12.07 - 15.07
15.07 - 18.07
27.07 - 30.07
02.08 - 05.08
05.08 - 07.08
19.08 - 21.08
Norðurá II
Á þessu svæði er veitt á 3 stangir og reynum alltaf að selja þær saman. Veiðihúsið í Skógarnefi er innifalið í verði en þar eru 3 svefnherbergi með 6 rúmum sem öll eru uppábúin við komu gesta í hús og handklæði á hverju rúmi. WC með sturtu, gott eldhús, setustofa, borðstafa og grill á palli. Þrif innifalin.
20.07 - 22.07
24.07 - 27.07
04.08 - 06.08
06.08 - 08.08
10.08 - 12.08
16.08 - 18.08
Munaðarnes
Á þessu svæði er veitt á 3 stangir. Erum með tilboð í gangi sem er þannig að greitt er fyrir 2 stangir en heimilt er að veiða á 3 stangir. Veitt er frá morgni til kvölds með hefðbundnu hléi milli kl 13 og 16. Stangirnar ætíð seldar saman. Eigum nokkra lausa daga fyrri hluta júní.
Allar upplýsingar gefur Einar Sigfússon og er netfangið einar@nordura.is eða í síma 8939111.
Ljósm./photos: Sigrún Ása Sturludóttir