19.júlí 2017. Góð veiði í Norðurá.

Skrifað 20/07/2017

Mjög mikil laxagengd hefur verið í Norðurá í sumar og hefur veiðst vel. Nú hefur yfir 950 löxum verið landað. Vatnsmagn í ánni er gott þar sem rignt hefur öðru hverju og gleður það veiðimenn að mikið er um góðar tökur.

Veiðivörður kom að erlendum ferðamönnum sem ekki höfðu aflað sér veiðiheimildar. Fengu þeir áminningu og voru veiðarfæri gerð upptæk. Veiðivörður er starfandi við Norðurá allan veiðitímann og er hann fulltrúi eigenda árinnar.

Sveiflur hafa verið miklar í laxveiði undanfarinna ára en laxagöngur og veiði voru með besta móti árin 2013 og 2015.

Rannsóknaniðurstöður á hreistursýnum úr Norðurá benda til að erfið sjávarskilyrði valdi afföllum í hafi. Slíkar rannsóknir hafa farið fram árlega í Norðurá frá árinu 1988. Sjá síðu hjá Haf og vatn (http://www.hafogvatn.is )

Hreistursýni hafa einnig verið tekin af smálaxi í Norðurá í ár og mælingar á vexti þeirra sýna að sjávarvöxtur smálaxa í veiðinni 2017 er mun betri en árin 2012, 2014 og 2016. Tölfræðilega marktæk tengsl eru milli vaxtar smálaxa og veiði á smálaxi í ánni. Niðurstöður gefa þannig vísbendingu um að smálaxagengd og þar með veiði í Norðurá verði betri en á síðastliðnu sumri.

Ljósm. Sigrún Ása Sturludóttir.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu