Í morgun hófst laxveiði í Norðurá.
Að baki er vetur uppbyggingar á bættri aðstöðu fyrir veiðimenn og aðra gesti við ána. Er húsið hið glæsilegasta. Innanhúss hönnun er einstæð og lita og efnisval samræma eldri og nýrri húshluta.
Veiðifélaginu hafa verið færðar margar góðar gjafir í tilefni af opnuninni bæði myndverk og bækur sem prýða munu húsið.
Jón Ásgeir Sigurvinsson blessaði veiðihúsið við stutta athöfn. Guðrún Sigurjónsdóttir formaður Veiðifélags Norðurár afhenti staðarhaldara Einari Sigfússyni lykla. Hann afhenti þá aftur Hákoni Má Örvarssyni bronsverðlaunahafa Bocuse d’Or sem stýrir rekstri hússins.
Í ár eru það liðsmenn karlalandsliðsins í fótbolta sem opna ána og var það Gylfi Þór Sigurðsson sem fyrstur renndi fyrir lax.
Myndir: Sigrún Ása Sturludóttir.