2017 júní. Opnun laxveiðitímabilsins.

Skrifað 03/06/2017

Í morgun hófst laxveiði í Norðurá.

Að baki er vetur uppbyggingar á bættri aðstöðu fyrir veiðimenn og aðra gesti við ána. Er húsið hið glæsilegasta. Innanhúss hönnun er einstæð og lita og efnisval samræma eldri og nýrri húshluta.

Veiðifélaginu hafa verið færðar margar góðar gjafir í tilefni af opnuninni bæði myndverk og bækur sem prýða munu húsið.

Jón Ásgeir Sigurvinsson blessaði veiðihúsið við stutta athöfn. Guðrún Sigurjónsdóttir formaður Veiðifélags Norðurár afhenti staðarhaldara Einari Sigfússyni lykla. Hann afhenti þá aftur Hákoni Má Örvarssyni bronsverðlaunahafa Bocuse d’Or sem stýrir rekstri hússins.

Í ár eru það liðsmenn karlalandsliðsins í fótbolta sem opna ána og var það Gylfi Þór Sigurðsson sem fyrstur renndi fyrir lax.

Myndir: Sigrún Ása Sturludóttir.


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu