2018.06.04 Norðurá opnun.

Skrifað 05/06/2018

Norðurá var opnuð hinn 4. júní.

Áin var vatnsmikil en tær.

Við opnunina veiddu þau Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Þau fengu bæði fljótlega lax á færið og Þórunn náði að landa fyrsta laxinum rétt fyrir klukkan 9. Reyndist það vera væn hrygna, 79 sm og 5,2 kg eða 10,5 pund.

Skömmu síðar landaði Sindri hæng sem var 82 cm og um það bil 5.7 kg eða 12 pund.

Samtals veiddust 15 laxar opnunardaginn, en 9 töpuðust til viðbótar. Var öllum laxi sleppt nema tveimur sem blæddi og voru þeir færðir veiðihúsinu. Laxar voru stórir og lengst þurfti að þreyta í 45 mínútur, en sá slapp að lokum eftir hlaup niður eftir Almenning frá Brotinu.

Strax 5. júní varð vart við smálax sem boðar gott og væntum við að veiði verði áfram spennandi og tökur margar.

Myndir: Sigrún Ása Sturludóttir


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu