Spennandi hefur verið að fylgjast með veiðinni í Norðurá í byrjun sumars.
Hollið 21. - 24. júní veiddi 79 laxa og var sá stærsti 94 cm eða 8.4 kíló. Allt var þetta grálúsugur fiskur og sterkar göngur að koma inn.
Fiskur er farinn að veiðast upp á dal og í hollinu fékkst fiskur við Króksbrú. Þó nokkuð af fiski er kominn á milli fossanna Laxfoss og Glanna.
Miklar rigningar voru á sunnudagskvöldið og aðfaranótt mánudags og fór áin á flóð. Heldur er farið að sjatna í henni aftur og má búast við góðri veiði. Stórstreymt er núna 29. júní og miðað við göngur síðustu daga reiknum við með stórgöngum í kringum þetta stórstreymi.
Að kvöldi 27. júní var heildarafli Norðurár kominn í 350 laxa. Byrjuninn er því góð.