Síðustu fréttir frá Norðurá eru ánægjulegar.
Á hádegi 12. júlí voru komnir á land í Norðurá 890 laxar. Hópurinn sem hætti veiðum þann dag var með 147 laxa eftir þriggja daga veiði.
Mikill lax er genginn í ána og ljóst að sumarið á eftir að verða mjög gott. Spá okkar er sú að 2000 laxa múrinn verði rofinn og gott betur.
Mikið vatn er enn í ánni og var hún í 24 rúmmetrum hinn 12. júlí.