2019.03.23 Jafndægur

Skrifað 23/03/2019

Vetrarlegt er um að litast við Norðurá en björtu vorkvöldin fara í hönd og komið fram yfir jafndægur. Þá er tími til að líta til baka yfir laxveiði síðasta árs og spá í komandi sumar.

Samkvæmt skýrslu Hafs og vatnsrannsókna sem útgefin var 15. mars um vöktun laxastofna á vatnasvæði Norðurár í Borgarfirði 2018 voru veiddir laxar 1.692. Af þeim var smálax 84% og var 30% þeirra sleppt aftur. Stórlaxar voru tæplega 16% og þar af hrygnur 76%, af stórlaxi var lang flestum sleppt eða 96,6%.

Samfelldar rannsóknir hafa verið stundaðar á vatnasvæði Norðurár frá árinu 1988. Helmingur veiðinnar árið 2018 átti uppruna sinn í hrygningargöngu ársins 2012 sem var sú lakasta um langt árabil og þriðjungur veiðinnar verður rakinn til hrygningargöngu ársins 2013 sem var ein sú stærsta.

Hlutdeild stórlaxa í veiðinni hefur greinilega aukist, en 40% af öllum veiddum laxi er sleppt aftur. Rannsóknir þessar hafa Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Már Einarsson hjá Haf og vatn unnið fyrir Veiðifélag Norðurár.

Væntanlega verður megin uppistaðan í laxi komandi sumars úr stóru hrygningargöngunni frá 2013 og ágætri göngu árið 2014. Eykur það líkurnar á góðu veiðisumri.

Enn eru til nokkrar lausar stangir 2019:

Norðurá I

18.06 - 21.06, 1 stöng

27.06 - 30.06, 4 stangir

30.06 - 03.07, 4 stangir

02.08 - 05.08, 3 stangir

07.08 - 09.08, 4 stangir

14.08 - 16.08, 3 stangir

25.08 - 28.08. Tilboð greiddar eru kr 59.900 fyrir daginn en innifalið er veiði, gisting og fullt fæði fyrir einn. Verð fyrir aukamann í húsi er kr 24.000 á dag. Deili menn stöng er heildarverð kr 83.900 eða kr 41.950 á mann á dag. Einstakt verð.

Norðurá II

Veitt á 3 stangir og fylgir aðastaða í veiðihúsinu í Skógarnefi með í kaupunum. 6 uppábúin rúm og hreint handklæði á hverju rúmi. Þrif innifalin. Seljum stangirnar 3 helst saman.

24.07 - 26.07, 3 stangir

26.07 - 28.07, 3 stangir

31.07 - 02.08, 3 stangir

15.08 - 17.08, 3 stangir

17.08 - 19.08, 3 stangir

19.08 - 22.08, 3 stangir

27.08 - 30.08, 3 stangir

Allar upplýsingar gefur Einar Sigfússon og er netfangið einar@nordura.is eða í síma 8939111.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu