Norðurá komin yfir 1500 laxa

Skrifað 22/07/2015

Það var gríðarleg gleði þegar það spurðist út í byrjun seinni vaktarinnar í dag að heildarafli Norðurár væri kominn yfir 1500 laxa eða nánar tiltekið 1510. Ekkert lát er á göngum nýrra laxa í ána og kætin á bökkunum í samræmi við það.

Á sama tíma berast einnig þær fréttir að nú sé orðið fátt um fína drætti hvað varðar lausar stangir. Að sögn Einars Sigfússonar þurfa menn að hafa snör handtök ætli þeir að fá að taka þátt í veislunni, því áin sé svo til uppseld. Upplýsingar um þessar fáu lausu stangir gefur Einar í síma 893-9111 eða á netfanginu einar@nordura.is.

Myndin sem fylgir fréttinni er ekki ný. Hún er tekin af Sturlu Friðrikssyni og Ásgeiri Bjarnþórssyni eftir veiði á Brotinu í Norðurá, árið 1938.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu