Glæsileg veiði er áfram í Norðurá. Nú í kvöld voru laxarnir orðnir 1800 sem komnir voru á land. Áin er því komin yfir meðalveiði síðustu ára sem er einstaklega ánægjulegt. Ekkert í kortunum bendir til að veiðin sé neitt að dala því áfram berast lúsugir laxar á land. Spenningur veiðimanna við hver skipti er mikill enda fátt ánægjulegra, fyrir þann sem hefur gaman af veiðum, en standa á bakkanum, horfa á stökkvandi laxa og reyna að fanga einhvern þeirra.
Skrifað 28/07/2015