1800 laxar komnir á land

Skrifað 28/07/2015

Glæsileg veiði er áfram í Norðurá. Nú í kvöld voru laxarnir orðnir 1800 sem komnir voru á land. Áin er því komin yfir meðalveiði síðustu ára sem er einstaklega ánægjulegt. Ekkert í kortunum bendir til að veiðin sé neitt að dala því áfram berast lúsugir laxar á land. Spenningur veiðimanna við hver skipti er mikill enda fátt ánægjulegra, fyrir þann sem hefur gaman af veiðum, en standa á bakkanum, horfa á stökkvandi laxa og reyna að fanga einhvern þeirra.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu