Frábær smálaxaganga í Norðurá

Skrifað 03/07/2014

Flott ganga af smálaxi kom inn í Norðurá í kvöld. Að sögn Elvars Arnar Friðrikssonar yfirleiðsögumanns við ána var Laxfoss heitasti veiðistaðurinn nú á seinni vaktinni í kvöld, 4. júlí.

Mikið var einnig að gerast á Bryggjunum, Myrkhylsrennum, Laugakvörn og Réttarhylsbrotinu. "Þetta var fallegur, vel haldinn og lúsugur smálax sem menn voru að fá í núna seinnipartinn í dag og kvöld. Það virðist sem nokkuð öflug ganga hafi komið inn núna. Það er bara allt að gerast," segir Elvar Örn.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu