Framkvæmdir við Veiðihús ganga samkvæmt áætlun.

Skrifað 21/03/2017

Í bygginu er ný og rúmgóð gistiálma við veiðihúsið á Rjúpnaási eins og fram hefur komið í fréttum Norðurár í vetur.

Sjá má, til hægri á meðfylgjandi mynd, glugga allra fjórtán gestaherbergjanna og vísa þeir til austurs, að ánni. Hvert herbergi er 24 fermetrar að stærð og verða tvö rúm í hverju þeirra auk skápa og annars húsbúnaðar. Sérstakt flísalagt baðherbergi með hita í gólfi tilheyrir einnig hverju herbergi.

Til vinstri á myndinni er gamla vinalega setustofan með útsýnisglugga að Laxfossi. Milli húsanna er svo glæný móttaka, lögð náttúrulegu basalti og með lerkiklæðningu í lofti. Austurveggurinn er stór gluggi sem vísar að ánni.

Bygginging gengur vel og samkvæmt áætlun.

Ljósm. Sigrún Ása Sturludóttir.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu