Gleðilegt nýtt ár veiðimenn og veiðikonur

Skrifað 30/12/2020

Kæru veiðimenn og veiðikonur.

Megi árið 2021 færa ykkur gæfuríkt ár og góða veiði.

Veiðihúsið á Rjúpnaási við Norðurá var vel nýtt í sumar þrátt fyrir Covid 19 veirufaraldur. Heimtur á laxi voru hins vegar dræmar því miður. Vonast er til að úr því rætist næsta sumar. Á komandi sumri mun verða tekið í notkun annað húsnæði fyrir Norðurá II í júlí og ágúst sem mun vonandi líka vel.

Í fyrra og í haust var unnið að því að bæta aðgengi að ánni og voru slóðar bættir á Munaðarnes svæðinu og stóðu landeigendur að framkvæmdinni. Einnig var unnið að því að hemja ána í sínum hefðbundna farvegi fyrir landi Hafþórsstaða með aðkomu Fiskræktarsjóðs og er með því vonast til að endurheimta gjöfula veiðistaði.

Myndir frá Norðurá: Sigrún Ása Sturludóttir

Myndir af slóðagerð: Brynjólfur Guðmundsson


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu