Síðasta holl sem kvaddi Norðurá gekk vel m.v. aðstæður. Ekki var mikið um vana veiðimenn í hópnum sem skilaði þó 68 löxum, misstu marga og sáu fleiri. Uppi í veiðistaðnum Poka, sem er ofarlega í ánni, veiddist lúxugur, vel haldinn smálax og annar í Skarðshamarsfljótinu. 97 sentimetra hrygna veiddist einnig en var að sjálfsögðu sleppt aftur.
Í dag hefur rignt mikið í Borgarfirðinum, áin er vaxandi og einnig lofthitinn. Ef ekki bætir mikið meira í ætti það ekki að verða til baga, nema vöxtur árinnar verði mikill og vatnið litist. Veiðimenn sem komu í dag, héldu þó glaðbeittir til veiða, hlökkuðu til glímunnar við þann silfraða.