Kominn heim

Skrifað 07/08/2014

Margir vita að Kapeinn Aspinall veiddi stærsta lax sem veiðst hefur í Norðurá, 1. júlí 1934. Fiskurinn var veiddur í Myrkhyl á flugu, Blue Charm. Nú hefur veiðiréttareigendum við Norðurá verið gefið málverk af metfiskinum. Það er söluaðili í félagsins í Englandi, William Daniel, sem gefur Norðurárbændum þessa eftirmynd.

Er ættingjar Aspinall gáfu sig fram eftir grein um Norðurá í tímaritinu Trout&Salmon, kom í ljós að til var málverk af fiskinum góða, málað í réttri strærð. Ættingjarnir gáfu góðfúslegt leyfi til þess að málað yrði eftir upprunalegu myndinni. Er William hafði afhent formanni veiðifélagsins málverkið góða, f.h. veiðiréttareigenda var ákveðið að láta ramma myndina inn.

Metlaxinn er nú loksins kominn heim og prýðir nú vegg í veiðihúsi félagsins á Rjúpnaási. Vert er að taka fram að deplarnir á myndinni eru vegna glampa af loftljósum í veiðihúsinu, ekki skemmda í myndinni. Betri mynd verður sett inn um leið og tækifæri gefst.

test

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu