Laxar í hundraða tali sáust í Haugahyl.

Skrifað 28/06/2019

Lax er byrjaður að vaða upp Norðurá eftir langan þurrka kafla.

Georg Gíslason á Borgum keypti 3 daga á Flóðatangasvæðinu föstudag, laugardag og sunnudag í síðustu viku. Á föstudegi fóru hann og fjölskylda hans á alla veiðistaði og reyndu en urðu ekki vör. Á laugardegi tóku þau því rólega og voru að vinna í lóðinni en 11 ára sonurinn vildi fá að veiða svo að pabbi hans fór með honum niður að Norðurá. Þegar þeir komu að ánni var logn og hún tær eins og spegill til móts við gamla brúarstólpann við Haugahyl. Þá sjá þeir hvar strollan bunkast inn. Ekki var hægt að kasta tölu á laxana en taldir vera í hundraða tali.

Sonurinn Gísli Georgsson 11 ára setti í Maríulaxinn sem var vænn, silfur gljáandi og nýrunninn en samtals landaði fjölskyldan 6 löxum þennan dag. Á mynd má sjá hreykinn veiðimann með fyrsta laxinn sinn en örugglega ekki þann síðasta.

Það hefur rignt á svæðinu og þykir ótrúlegt hvað áin er fljót að taka við sér.

Ljósmyndir/photos: Georg Gíslason.


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu