Klakastífla í Norðurá og miklir vatnavextir hafa valdið því að áin hefur flætt víða yfir bakka sína. Klakastykki sem áin ruddi með sér lenti sem dæmi á rafmagnsstaur með þeim afleiðingum að stór hluti Norðurárdals varð rafmagnslaus um tíma. Áin er enn í vexti og vegurinn ófær á nokkrum stöðum vegna vatnavaxta.
Myndin er tekin frá Brekku í Norðurárdal