Opnun Norðurár 2019

Skrifað 04/06/2019

Veiði hófst í Norðurá í dag kl 8 hinn 4. júní 2019.

Guðrún Sigurjónsdóttir formaður Veiðifélags Norðurár opnaði ána og veiddi fyrsta lax sumarsins sem var 74 cm hængur, hann kom á kl 8:20 og náði hún að landa honum kl. 8:35. Það er lítið vatn í ánni 3.7 rúmmetrar en í fyrra var hún í vexti og var 40 rúmmetrar, kalt er í veðri og norðanátt.

Guðrún er alin upp á bökkum Norðurár en hefur ekki veitt áður svo þetta var hennar Maríulax.

Myndir: Sigrún Ása Sturludóttir, Sísú


Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu