Hafið er veiðisumarið í Norðurá.
Það var kalt í veðri opnunardaginn og vatnshiti aðeins 5°C en bjart og fallegt veður.
Hjónin Helgi Björnsson tónlistarmaður og eiginkona hans Vilborg Halldórsdóttir leikkona sem hafa opnað heimili sitt fyrir þjóðinni á tímum Covid-19 opnuðu ána formlega. Helgi varð fljótlega var en missti tvisvar lax. Vilborg setti í lax á Brotinu en hann var sprækur og tók á rás niður ána svo hún mátti hlaupa niður gilið meðfram klettavegg að Bryggjum og þar tókst henni að landa 74 cm silfurgljándi laxi. Helgi landaði síðan 75 cm laxi í lok vaktarinnar. Alls komu 8 laxar á land í opnuninni.