Spenna í loftinu. Norðurá opnar á morgun

Skrifað 04/06/2015

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa laxar sést á hinum fornfræga veiðistað í Norðurá, Bortinu og það meira að segja fyrir nokkrum dögum. Á morgun, 5. júní, munu fyrstu veiðimenn sumarsins reyna við þann silfraða og er því mikil spenna sem liggur í loftinu.

Allir Íslendingar vita að vorið hefur verið gríðarlega kalt og sumum finnst að það sé varla komið enn. Veiðimenn eru því spenntir að vita hvaða áhrif það hefur á göngu laxins. Hvort hann kemur síðar en vant er. Fyrstu stóru laxveiðiárnar eru að fara að opna. Það verður spennandi að heyra hvort sá silfraði sé farinn að sýna sig í einhverju magni.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu