Eigendur Norðurár í Borgarbyggð hófu byggingu nýrrar gistiaðstöðu við veiðihúsið á Rjúpnaási í lok sumars 2016.
Framkvæmdir hófust með niðurrifi gömlu svefnálmunnar þar sem aðeins voru þrjú herbergi fyrir gesti og nokkur herbergi sem leiðsögumenn höfðu afnot af. Vinnu við grunn er lokið og næst verða veggeiningar reistar.
Öll 14 herbergi gesta munu hafa útsýni að ánni og verður aðbúnaður sem hæfir 4ra stjörnu gistingu. Skal byggingu lokið þegar nýtt veiðitímabil hefst.
Ljósm. Bergsteinn Metúsalemsson