Um Norðurá

Um Norðurá

Norðurá I Norðurá II Fjallið Munaðarnes Flóðatangi Kort af Norðurá Veiðivísir Veiðvörður

Norðurá í Borgarfirði er í hugum margra veiðimanna besta laxveiðiá landsins, en meðalveiði síðustu 10 ára er rúmlega 2000 laxar á ári. Áin á upptök sín í Holtavörðuvatni en hana næra einnig nokkrar þverár eins og Hvassá, Hellisá, Sanddalsá, Búðardalsá og Bjarnadalsá, svo einhverjar séu nefndar. Veiðar í þeim eru bannaðar, nema á neðsta svæði Bjarnadalsár.

Veiðisvæði Norðurár nær í heild sinni frá brú við Fornahvamm niður að ármótum Norðurár og Hvítár. Lengi framan af voru fossarnir í ánni mikill farartálmi fyrir laxinn, sérstaklega Laxfoss sem er neðstur þriggja megin fossa árinnar. Hinir eru Glanni og Króksfoss. Eftir lagfæringu á Laxfossi, árið 1930, átti laxinn greiðari leið fram Norðurárdal, en þó ekki lengra en að Glanna, sem er næsti foss fyrir ofan. Þar var reynt að lagfæra fyrir laxinn rétt eftir árið 1930 og 1964 var svo sprengt í fossinum í sama tilgangi, að greiða för laxfiska. Það er síðan árið 1985 sem laxastigi var tekin í notkun og átti þá sá silfraði greiðari leið upp í Norðurárdal.  Enn var þó farartálmi á leið hans, Króksfoss. Þar sá náttúran sjálf um verkið og í dag gengur lax upp eftir Norðurá, alla leið upp á Leitisfossum, þótt veiðisvæðið endi neðar.

Í ánni eru um 170 merktir veiðistaðir. Fjölbreytileiki þeirra er mikill, allt frá nettum strengjum, gljúfrum og upp í stórar og vatnsmiklar breiður. Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri. Af þeim er Laxfoss líklegast sá þekktasti, og hjálpar þar kannski til nafnið á einu sögufrægasta farþegaskipi Íslendinga frá fyrri tíð.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu