2018.07.11 Vænar laxagöngur í Norðurá

Skrifað 11/07/2018

Á hádegi 9. júlí voru komnir á land 743 laxar og hefur orðið vart við miklar og sterkar göngur í Norðurá. Þrjú síðustu holl fengu 112, 115 og 119 laxa. Góð veiði það.

Fiskur veiðist milli fossa og talsvert er gengið fram á dal. Fiskur er að veiðast í Poka og sífellt víðar á dalnum. Neðan Laxfoss og niður á Munaðarnessvæðið er mikill lax og góðar göngur að koma inn.

Það verður að segjast að horfur eru góðar og bjartsýni ríkir um gott veiðisumar.

Bókanir


Einar Sigfússon gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu í Norðurá í símum 893-9111/565-8369/496-0833 eða í gegnum netfangið einar@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu