Veiðihúsið Háreksstöðum

Veiðihúsið Háreksstöðum

Veiðihúsið Rjúpnaási Veiðihúsið Háreksstöðum

VEIÐHÚSIÐ HÁREKSSTÖÐUM ( Norðurá II).

Íbúðarhúsið á Hárekstöðum þjónar nú hlutverki veiðihúss. Veiðimenn sem stunda veiðar í Norðurá II hafa þarna mjög fína aðstöðu. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat.

Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför, einstaklingur úr sveitinni sér um það ásamt því að skipta á rúmum og setja hrein handklæði. Þessi þjónusta er innifalin í verðinu. Í húsinu er eldhús með borðstofu og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum. Baðherbergi er með sturtu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, 2 tveggja manna og 2 einstaklingsherbergi.

Gasgrill, bekkir og borð eru á ágætis útipalli.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu