Veiðihúsið Skógarnefi

Veiðihúsið Skógarnefi

Veiðihúsið Rjúpnaási Veiðihúsið Skógarnefi

VEIÐHÚSIÐ SKÓGARNEFI ( Norðurá II)

Lítið, snoturt veiðihús staðsett í land Hvamms, nefnt eftir samnefndum veiðistað, Skógarnefi. Í húsinu eru þrjú herbergi auk svefnlofts og hafa  veiðimenn sem stunda veiðar í Norðurá II þarna afdrep. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat.

Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför, einstaklingur úr sveitinni sér um það ásamt því að skipta á rúmum og setja hrein handklæði. Þessi þjónusta er innifalin í verðinu. Í húsinu er eldhúskrókur, lítil borðstofa og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum.

Baðherbergið er með sturtu. Aðstaða er til að gera að fiski, utan dyra, frystikista í útigeymslu, gasgrill, bekkir og borð á ágætis palli fyrir utan. Húsið stendur í fallegri kjarrvaxinni hlíð, skammt frá þjóðvegi nr. 1 og eru lyklar í lásboxi rétt við innganginn.


Bókanir


Einar Sigfússon gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu í Norðurá í símum 893-9111/565-8369/496-0833 eða í gegnum netfangið einar@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu