Veiðireglur

Veiðireglur

Við Norðurá gilda almennar veiðireglur, sem flestum veiðimönnum eru kunnar. Auk þess gilda sérreglur fyrir ána sem hér fara á eftir. Almennt eru veiðimenn beðnir um að ganga um íslenska náttúru af virðingu, nota þau veiðitæki sem heimil eru og hirða eftir sig allt rusl.

Veiðiverði veiðifélags Norðurár er heimilt að skoða veiðitæki og afla. Sími veiðivarðar er 860-0333.

Norðurá I og II er einungis leyft að veiða á flugu og nota fluguveiðitæki.

Veiðitími er frá 08-13 og 16-22 frá opnun til 14. ágúst. Á þeim tíma er mæting í veiðihús kl. 14:30. Eftir 14. ágúst breytist veiðitíminn og er frá 08-13 og 15-21, þá er mæting í veiðihús kl 14:00.

Umgengni við ána á að vera veiðimönnum til fyrirmyndar. Ekkert rusl skal vera á bakkanum er veiðimaður yfirgefur veiðistað.

Skylt er að skrá allan afla í veiðibók sem liggur frammi í veiðihúsinu.

Vinsamlegast athugið að Veiðiréttareigendur við Norðurá hafa samþykkt fyrirmæli Veiðimálastofnunar, VMST, um að skylt sé að sleppa öllum tveggja ára laxi sem er 70 cm eða stærri. Þetta er gert í því augnamiði að vernda stórlaxastofn árinnar.

Leyfilegt er að drepa 1 smálax á dag per stöng. Vinsamleg tilmæli til veiðimanna er að sleppa öllum veiddum laxi, einkum hrygnum.

Neyðist menn til að drepa stórlax vegna tálknblæðingar gengur hann til veiðihússins.

Sömuleiðis, verði menn að drepa lax umfram leyfilegan kvóta, gengur sá fiskur til veiðihússins.

Með veiðikveðju,
Veiðifélag Norðurár.

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu