Veiðihúsið Rjúpnaási

Veiðihúsið Rjúpnaási

Veiðihúsið Rjúpnaási Veiðihúsið Skógarnefi

VEIÐHÚSIÐ RJÚPNAÁSI

Veiðihúsið Rjúpnaási Rjúpnaás-Norðurá I. Þar er aðal veiðihúsið við ána, staðsett á samnefndri hæð. Í húsinu er full þjónusta eins og gerist á hótelum, fæði, sængurföt og handklæði. Búið er um rúmin og skipt um handklæði daglega og séð til þess að vel fari um þá veiðimenn sem sækja Norðurá heim.

MATURINN Í VEIÐIHÚSINU

Veiðihúsið Rjúpnaási Frá og með sumrinu 2014 hefur Hákon Már Örvarsson Matreiðslumeistari, Bocuse D’Or verðlaunahafi og faglegur framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins verið fengin til að annast rekstur veiðihússins á Rjúpnaási við Norðurá. Hann hefur ríka reynslu og fjölda verðlauna í farteskinu þegar hann hefur störf við Norðurá, sem lengi hefur borðið titilinn fegurst áa. Erlendis hefur verið sagt um Hákon Má að hann komi frá landi þar sem fólk vill fá allt hið besta út úr einföldu, hágæða hráefni.

Kunnugir segja að Hákon Már standi undir öllu því sem um hann hefur verið sagt er kemur að gæða matreiðslu.

Hann kunni þá list einna best að gæla við bragðlauka þeirra er njóta eldamennsku hans. Það því afar ánægjulegt að hafa hann í því frábæra liði sem kemur að rekstri Norðurár í sumar.

Hákon Már segir það markmið sitt að úr ánni fari ánægðir veiðimenn, með ljúfar minningar vegna góðrar upplifunar af dvöl sinni við Norðurá, hvort sem talað er um veiði, veitingar eða þjónustu.

Á hlaðinu eru tvö megin hús. Í öðru, sem nefnt hefur verið Brekkubær, er aðalgistiaðstaða veiðimanna. Tveir veiðimenn geta dvalið í hverju herbergi þar sem einnig er salerni og sturta. Í veiðihúsinu sjálfu er eldhúsið, borð- og setustofa auk svefnaðstöðu fyrir leiðsögumenn. Þar eru einnig þrjú herbergi fyrir veiðimenn, ásamt sánabaði.

Í setustofunni er gluggi sem aldrei verða sett gluggatjöld fyrir, en út um hann má sjá eitt fegursta útsýni við veiðiá á Íslandi. Laxfoss, Grábrókarhraun, Hraunsnefnsöxl og drottingu Borgarfjarðar, Bauluna.

Þar er einnig arinn sem veiðimönnum þykir notalegt að sitja við, sérstaklega er líður að hausti. Og að sjálfsögðu eru á boðstólum guðaveigar af ýmsum gerðum.


Bókanir


Einar Sigfússon gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu í Norðurá í símum 893-9111/565-8369/496-0833 eða í gegnum netfangið einar@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu


Veftré