Norðurá I
Norðurá I Norðurá II Fjallið Munaðarnes Flóðatangi Kort af Norðurá Veiðivísir Veiðvörður
Veiðisvæði Norðurár I tekur breytingum yfir sumarið. Frá 6. júní (hádegi) nær veiðisvæðið frá og með Kálfhyl á Stekkssvæðinu og upp að brú við Fornahvamm. Frá 6. júlí (hádegi) nær veiðisvæðið frá Engjanefi við Munaðarnes til og með Hvammsleiti. Frá 1. september og til loka veiðitímans 8. sept. nær veiðisvæðið frá Engjanefi og að Króksfossi.
Vinsamlegast athugið að Veiðiréttareigendur við Norðurá hafa samþykkt fyrirmæli Veiðimálastofnunar, VMST, um að skylt sé að sleppa tveggja ára laxi sem er yfir 70 cm. Þetta er gert í því augnamiði að vernda stórlaxastofn árinnar.