Þann fyrsta júlí hefur 431 löxum verið landað úr Norðurá.
Samkvæmt upplýsingum frá veiðiverði eru góðar smálaxagöngur að koma upp ána. Áin er kraumandi og blá af laxi og mikil ferð á honum.
Gott vatn er í ánni 7,5 rúmmetrar á sekúndu núna og hefur haldið sér á milli 8 og 12 rúmmetrum það sem af er sumars. Því eru skilyrði til veiða afbragðsgóð, enda hefur rignt um það bil tvisvar í viku síðan veiði hófst.