Frábær smálaxaganga í Norðurá

Skrifað 03/07/2014

Flott ganga af smálaxi kom inn í Norðurá í kvöld. Að sögn Elvars Arnar Friðrikssonar yfirleiðsögumanns við ána var Laxfoss heitasti veiðistaðurinn nú á seinni vaktinni í kvöld, 4. júlí.

Mikið var einnig að gerast á Bryggjunum, Myrkhylsrennum, Laugakvörn og Réttarhylsbrotinu. "Þetta var fallegur, vel haldinn og lúsugur smálax sem menn voru að fá í núna seinnipartinn í dag og kvöld. Það virðist sem nokkuð öflug ganga hafi komið inn núna. Það er bara allt að gerast," segir Elvar Örn.

Bókanir


Einar Sigfússon gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu í Norðurá í símum 893-9111/565-8369/496-0833 eða í gegnum netfangið einar@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu