Veiðihúsið Rjúpnaási fær nýja svefnálmu.

Skrifað 24/10/2016

Eigendur Norðurár í Borgarbyggð hófu byggingu nýrrar gistiaðstöðu við veiðihúsið á Rjúpnaási í lok sumars 2016.

Framkvæmdir hófust með niðurrifi gömlu svefnálmunnar þar sem aðeins voru þrjú herbergi fyrir gesti og nokkur herbergi sem leiðsögumenn höfðu afnot af. Vinnu við grunn er lokið og næst verða veggeiningar reistar.

Öll 14 herbergi gesta munu hafa útsýni að ánni og verður aðbúnaður sem hæfir 4ra stjörnu gistingu. Skal byggingu lokið þegar nýtt veiðitímabil hefst.

Ljósm. Bergsteinn Metúsalemsson

Bókanir


SALA VEIÐILEYFA:

Rafn Valur Alfreðsson gefur allar upplýsingar varðandi bókanir og sölu veiðileyfa í Norðurá í síma 8246460 eða í gegnum netfangið sala@nordura.is

Norðurá


Veiðifélag Norðurár
Sími: +354 859 3959 nordura@nordura.is

Veiðihúsið Rjúpnaási sími: 435 0058

Veiðivörður Norðurár sími: 860 0333.

Staðsetning


Norðurá er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Á netinu